Alexander aftur í landsliðið | Sex HM-farar ekki með Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. mars 2013 15:47 Alexander Petersson er lykilmaður hjá Rhein-Neckar Löwen. Nordic Photos / Getty Images Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. Ísland mætir Slóvenum tvívegis á næstu dögum. Fyrst ytra þann 4. apríl næstkomandi og svo sunnudaginn 7. apríl í Laugardalshöllinni. Alexander Petersson, sem gaf ekki kost á sér í íslenska liðið fyrir HM á Spáni í janúar, er kominn aftur í liðið sem og þeir Rúnar Kárason og Ingimundur Ingimundarson. Allir voru meiddir á meðan HM stóð yfir. Talsverð vandræði eru á línumönnum íslenska landsliðsins. Vignir Svavarsson sleit nýverið krossband í hné og þá fór Kári Kristján Kristjánsson nýverið í aðgerð. Vignir er ekki með nú en Kári var hins vegar valinn. Þá berast nú fregnir af því að Róbert Gunnarsson verði ekki með í fyrri leiknum gegn Slóveníu vegna sprautumeðferðar, eftir því sem kemur fram í tilkynningu HSÍ. Þó eru vonir bundnar við að hann verði með í seinni leiknum. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson hafa verið kallaðir í landsliðið vegna línumannavandræðanna. Þá vekur talsverða athygli að Arnór Gunnarsson, sem þótti standa sig vel á Spáni í janúar, er ekki valinn í liðið nú. Aðrir HM-farar sem detta út eru Ólafur Guðmundsson, Ernir Hrafn Arnarson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Fannar Friðgeirsson auk Vignis. Aron landsliðsþjálfari fór með þrjá markverði á HM á Spáni en skilur nú Hreiðar Levý eftir fyrir utan hóp. Fjórir leikmenn íslenska liða voru einnig valdir í æfingahóp fyrir seinni leikinn gegn Slóvenum.Íslenska landsliðið:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar Björgvin Páll Gústavsson, MagdeburgVinstri hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar LöwenVinstri skyttur: Aron Pálmarsson, THW Kiel Ólafur Gústafsson, FlensburgLeikstjórnendur: Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Ólafur Bjarki Ragnarsson, EmsdettenHægri skyttur: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TV GrosswallstadtHægra horn: Þórir Ólafsson, KS Vive Targi KielceLínumenn: Atli Ævar Ingólfsson, Sönderjyske Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar Róbert Gunnarsson, Paris HandballVarnarmenn: Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt Ingimundur Ingimundarson, ÍRTil æfinga á Íslandi: Daníel Freyr Andrésson, FH Bjarki Már Elísson, HK Róbert Aron Hostert, Fram Ragnar Jóhannsson, FH Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira
Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari hefur valið landsliðshópinn fyrir leikina tvo gegn Slóveníu í undankeppni EM 2014. Hann hefur gert talsverðar breytingar á liðinu. Ísland mætir Slóvenum tvívegis á næstu dögum. Fyrst ytra þann 4. apríl næstkomandi og svo sunnudaginn 7. apríl í Laugardalshöllinni. Alexander Petersson, sem gaf ekki kost á sér í íslenska liðið fyrir HM á Spáni í janúar, er kominn aftur í liðið sem og þeir Rúnar Kárason og Ingimundur Ingimundarson. Allir voru meiddir á meðan HM stóð yfir. Talsverð vandræði eru á línumönnum íslenska landsliðsins. Vignir Svavarsson sleit nýverið krossband í hné og þá fór Kári Kristján Kristjánsson nýverið í aðgerð. Vignir er ekki með nú en Kári var hins vegar valinn. Þá berast nú fregnir af því að Róbert Gunnarsson verði ekki með í fyrri leiknum gegn Slóveníu vegna sprautumeðferðar, eftir því sem kemur fram í tilkynningu HSÍ. Þó eru vonir bundnar við að hann verði með í seinni leiknum. Þeir Atli Ævar Ingólfsson og Jón Þorbjörn Jóhannsson hafa verið kallaðir í landsliðið vegna línumannavandræðanna. Þá vekur talsverða athygli að Arnór Gunnarsson, sem þótti standa sig vel á Spáni í janúar, er ekki valinn í liðið nú. Aðrir HM-farar sem detta út eru Ólafur Guðmundsson, Ernir Hrafn Arnarson, Hreiðar Levý Guðmundsson og Fannar Friðgeirsson auk Vignis. Aron landsliðsþjálfari fór með þrjá markverði á HM á Spáni en skilur nú Hreiðar Levý eftir fyrir utan hóp. Fjórir leikmenn íslenska liða voru einnig valdir í æfingahóp fyrir seinni leikinn gegn Slóvenum.Íslenska landsliðið:Markmenn: Aron Rafn Eðvarðsson, Haukar Björgvin Páll Gústavsson, MagdeburgVinstri hornamenn: Guðjón Valur Sigurðsson, THW Kiel Stefán Rafn Sigurmannsson, Rhein-Neckar LöwenVinstri skyttur: Aron Pálmarsson, THW Kiel Ólafur Gústafsson, FlensburgLeikstjórnendur: Snorri Steinn Guðjónsson, GOG Ólafur Bjarki Ragnarsson, EmsdettenHægri skyttur: Alexander Petersson, Rhein-Neckar Löwen Ásgeir Örn Hallgrímsson, Paris Handball Rúnar Kárason, TV GrosswallstadtHægra horn: Þórir Ólafsson, KS Vive Targi KielceLínumenn: Atli Ævar Ingólfsson, Sönderjyske Jón Þorbjörn Jóhannsson, Haukar Kári Kristján Kristjánsson, HSG Wetzlar Róbert Gunnarsson, Paris HandballVarnarmenn: Sverre Andreas Jakobsson, TV Grosswallstadt Ingimundur Ingimundarson, ÍRTil æfinga á Íslandi: Daníel Freyr Andrésson, FH Bjarki Már Elísson, HK Róbert Aron Hostert, Fram Ragnar Jóhannsson, FH
Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Kvartar undan boltanum eftir tuttugu skot framhjá Enski boltinn Fleiri fréttir Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Hetja heimsmeistaranna handleggsbrotnaði „Litla höggið í sjálfstraustið“ Hægt að hlusta frítt á Þóri Hergeirs segja frá leyndarmálunum Lyftu bikarnum fyrir framan þær en hafa síðan ekki unnið Val í þúsund daga Sjá meira